Húsið

Víkurmói 4 á Selfossi er vandað fjölbýli á fjórum hæðum. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum með staðsteyptum milliplötum. Þak hússins er svokallað viðsnúið þak. Íbúðirnar eru annars vegar þriggja- til fjögurra herbergja, 99 fm og hins vegar 3/4 herbergja 78 fm, alls 23 íbúðir. Í húsinu er lyfta.

Að utan eru aðal fletir hússins með hvítri marmaraperluáferð en pússaðir veggir eru málaðir. Gluggar úti- og svalahurða eru ál/tré frá fyrirtækinu Gluggatækni ehf. Á jarðhæð er gengið inn í íbúðir um sérinngang, en á hæðum er gengið inn í íbúðir af sameiginlegum svölum sem eru með glerlokun.

Veggir og loft eru málið í ljósum lit. Íbúðir skilast án gólfefna á meginrýmum, en gólf votrýma verða flísalögð.

Innréttingar og skápar eru frá framleiðandanum HTH. Eldhúsinnréttingar eru tvítóna, með dökkri viðaráferð á efriskápum og ljósum neðriskápum. Aðrar innréttingar eru ljósar.

Heimilistæki eru frá Ormsson, helluborð, ofn, háfur og innbyggð uppþvottavél. Innihurðir eru með mattri hvítri áferð og eru yfirfelldar. Gólf á baðherbergi er flísalagt og veggir flísalagðir að hluta. Flísarnar eru frá Álfaborg. Á baði er upphengt salerni, sturta, vegleg vaskinnrétting og speglaskápur.

Á baði er innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Í öllum íbúðum er gert ráð fyrir ljósleiðara.

Íbúðir afhendast án gólfefna.

Byggingaraðili

Byggingaraðili hússins er Gestur ehf, sem hefur ásamt tengdum aðilum byggt gæðahús fyrir íslenskan markað um árabil. Undanfarin hefur félagið unnið fjölmörg verkefni m.a. í Urriðaholti í Garðabæ, á Akranesi, í Reykjavík og í Borgarnesi.

Gestur ehf. leggur áherslu á gæði íbúða, traustan frágang á votrýmum til að forðast framtíðarvandamál og það að hönnun rýma sé þannig að þau nýtist sem best.

Gestur hefur haft það sem meginreglu að setja íbúðir ekki á sölu fyrr en framkvæmdir eru vel á veg komnar, þannig eru lágmarkaðar líkur á að afhending dragist fram yfir þann tíma sem tilgreindur er í kaupsamningi.

Gestur byggir á áratuga reynslu starfsmanna og eigenda í byggingariðnaði, reynslu sem skilar viðskiptavinum gæðum á sanngjörnu verði. Mikil áhersla er lögð á reynslu og orðspor samstarfsaðila og undirverktaka.

Aðalverktaki er Eining Verk ehf. Starfsmenn og eigindur Einingar hafa víðtæka reynslu af nýbyggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis ásamt því að hafa unnið að mörgum umbótaverkefnum.

Söluaðili

Söluaðili hússins er Gimli fasteignasala. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri. Leiðarljós Gimli fasteignasölu er traust, áreiðanleiki og góð þjónusta.

Gimli fasteignasala er staðsett í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.

Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga.

Sími: 570 4800
gimli@gimli.is
gimli.is

Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse
Guðmunda Björnsdóttir
Stackhouse
Lilja Hrafnberg
Lilja
Hrafnberg
Ólafur B. Blöndal
Ólafur B.
Blöndal
Elín Urður Hrafnberg
Elín Urður
Hrafnberg

Skipholt 35
105 Reykjavík

Eyravegur 29
800 Selfoss