Húsið

Víkurmói 2 á Selfossi er vandað fjölbýli á fjórum hæðum. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum með staðsteyptum milliplötum. Þak hússins er svokallað viðsnúið þak. Íbúðirnar eru annars vegar fjögurra herbergja íbúðir, 99 fm og hins vegar 3/4 herbergja 78 fm, alls 23 íbúðir. Í húsinu er lyfta.

Íbúðirnar skilast fullfrágengnar í október. Veggir og loft eru málið í ljósum lit. Gólfefni er Module vínilparket frá Gólfefnavali sem er 100% vatnshelt og veitir góða hljóðvist.

Innréttingar og skápar eru frá framleiðandanum Voke3 sem hefur frá árinu 1991 sérhæft sig í sérsmíði á eldhús-, bað- og þvottahúsinnréttingum ásamt skápum fyrir svefnherbergi og forstofur. Eldhúsinnrétting er tvítóna, neðri skápar með viðaráferð en efri skápar eru með mattri hvítri áferð. Innréttingin er vönduð með miklu skúffu- og skápaplássi og innfelldri lýsingu.

Heimilistæki eru frá AEG, helluborð, ofn, háfur og innbyggð uppþvottavél. Innihurðir eru með mattri hvítri áferð og eru innfelldar. Gólf á baðherbergi er flísalagt með gráum flísum og veggir að hluta. Flísarnar eru frá DEKKOR. Á baði er upphengt salerni, sturta, vaskinnrétting með ísteyptum vaski og vönduðum speglaskáp. Á baði er innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Í öllum íbúðum er ljósleiðari.

Að utan er húsið með hvítri marmaraperluáferð en pússaðir veggir eru ljósmálaðir. Gluggar úti- og svalahurða eru ál/tré frá fyrirtækinu Kambar ehf. Á jarðhæð er gengið inn í íbúðir um sérinngang, en á hæðum er gengið inn í íbúðir af sameiginlegum svölum sem eru með glerlokun.

Íbúðum á jarðhæð fylgir fullfrágenginn timburpallur á séreignarreit hverrar íbúðar, alls fimm íbúðir. Á efri hæðum hússins eru sex íbúðir á hverri hæð, hver með sínum svölum. Á lóð hússins, sem er eignarlóð og skilast fullfrágengin, eru 35 bílastæði. Gert er ráð fyrir þremur rafhleðslustöðvum.

Aðkoma að húsinu að framan er hellulögð og með snjóbræðslu, bílaplan er malbikað auk þess sem bílastæði fyrir hreyfihamlaða er með snjóbræðslu. Lóðin skilast fullfrágengin.

Byggingaraðili

Byggingaraðili hússins er Gestur ehf, sem hefur ásamt tengdum aðilum byggt gæðahús fyrir íslenskan markað um árabil. Undanfarin hefur félagið unnið fjölmörg verkefni m.a. í Urriðaholti í Garðabæ, á Akranesi, í Reykjavík og í Borgarnesi.

Gestur ehf. leggur áherslu á gæði íbúða, traustan frágang á votrýmum til að forðast framtíðarvandamál og það að hönnun rýma sé þannig að þau nýtist sem best.

Gestur hefur haft það sem meginreglu að setja íbúðir ekki á sölu fyrr en framkvæmdir eru vel á veg komnar, þannig eru lágmarkaðar líkur á að afhending dragist fram yfir þann tíma sem tilgreindur er í kaupsamningi.

Gestur byggir á áratuga reynslu starfsmanna og eigenda í byggingariðnaði, reynslu sem skilar viðskiptavinum gæðum á sanngjörnu verði. Mikil áhersla er lögð á reynslu og orðspor samstarfsaðila og undirverktaka.

Byggingaverkataki er Byggingarfélagið Upprisa sem var stofnað árið 2016 og hefur síðan þá komið að byggingu ótal verkefna um land allt. Upprisa hefur víðtæka reynslu af bæði nýbyggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis ásamt að hafa unnið að mörgum umbótaverkefnum.

Söluaðili

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Gimli er með söluskrifstofu að Grensásvegi 13 í Reykjavík og einnig að Eyravegi 29 á Selfossi.

Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...