Sýningaríbúð - 405

Þriggja herbergja íbúð um 78fm með 7,2 fm svölum eða 23 fm verönd.

Gengið er af stétt/svalagangi inn í rúmgóða forstofu. Úr forstofu er gengið inn í góða geymslu sem getur nýst sem herbergi. Á vinstri hönd er herbergi með tvöföldum skáp.

Úr forstofu er komið inn í 30,6 fm alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu þaðan sem gengið er út á svalir/verönd. Baðherbergi er flísalagt og með sturtu.

Góð baðinnrétting með ísteyptum vaski og speglaskáp. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara er á baði.

Sýningaríbúð - 406

Fjögurra herbergja endaíbúð 98,9 fm með 7,2 fm svölum eða um 25fm verönd

Gengið er inn í rúmgott anddyri með glugga. Úr anddyri er komið inn á gang með góðri geymslu strax á vinstri hönd en til hægri er hjónaherbergi með þreföldum skáp og tveimur gluggum.

Við hlið geymslu er baðherbergi, flísalagt, með sturtu. Góð baðinnrétting með ísteyptum vaski og speglaskáp. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara er á baði. Framar á ganginum eru tvö herbergi með tvöföldum fataskápum og góðum gluggum.

Alrýmið er 30 fm, eldhús, borðstofa og stofa, með veglegum gluggum. Úr alrými er gengið út á svalir/verönd.

Söluaðili

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Gimli er með söluskrifstofu að Grensásvegi 13 í Reykjavík og einnig að Eyravegi 29 á Selfossi.

Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...